top of page

Gíslar ehf.

Reynsla - Öryggi - Ábyrgð

gif2_6173414229_o.jpg
nedstaleiti-1-3_6173416953_o.jpg
img_0604_6173961676_o.jpg
img_0594_6173432695_o.jpg
img_0474_6173419815_o.jpg
Heim: Welcome

Gíslar ehf. er sú stofa sem hefur hvað lengsta og bestu reynslu í viðhaldi fjölbýlishúsa hér á landi. 30 ára góð reynsla án þess að til hafi komið ósætti sem ekki hefur mátt leysa. Í öllum tilfellum hafa bæði húseigendur og verktakar gengið sáttir frá samningaborðinu.
Við höfum ótvírætt aflað hagstæðustu tilboða og fylgt því eftir að íbúðareigendur og verktakar hafi fengið hagstæðustu verð. Verkkaupar (íbúðareigendur) hafa fengið hámarksgæði í samræmi við það sem um var beðið og verktakar fengið greitt skv. samningi þegar hverjum verkþætti er lokið skv. ýtrustu kröfum.
Einungis með gagnkvæmum samningum, þar sem skyldur beggja aðila (verkkaupa og verktaka)  er gert jafn hátt undir höfði, er von á hagkvæmustu lausn hverju sinni.
Með ofangreint að leiðarljósi, ásamt áratuga reynslu, höfum við orðið ein af virtustu stofum á sviði  viðhalds og endurbóta á eldri byggingum.
Sem fyrr meiga viðskiptavinir okkar reikna með hagkvæmustu verðum í alla þjónustu, þegar kemur að viðhaldi húseignarinnar.

img_0476_6173947980_o.jpg
Heim: About

Þjónusta

Client 6

Útboðsgögn

Gíslar ehf. bjóða útboðsgögn sem samanstanda af:
1. Útboðslýsingu.
2. Efnis- og verklýsingum.
3. Magn- og tilboðsskrá.
4. Kostnaðaráætlun.
5. Verksamningi.

Client 4

Ástandsskýrsla

Gíslar ehf. gera fyrir þig  ástandsskýrslu yfir ástand hússins. 
Í skýrslunni kemur fram núverandi ástand hússins, ásamt tillögum að viðgerðum eða endurbótum. Skýrslan er þannig sett fram að allir íbúðareigendur geti kynnt sér hana á einfaldan og skiljanlegan hátt.

Client 1

Hönnun

Gíslar ehf. eru ekki hönnununarfyrirtæki, heldur leitum við hagstæðustu tilboða hjá færustu hönnuðum í allt sem þarf fyrir okkar viðskiptavini. Við vitum hvað þarf og skilgreinum í samræmi við kröfur viðskiptavina okkar og byggingaryfirvalda hvaða hönnuða þarf að leita til.

Client 7

Eftirlit

Gíslar ehf. bjóða uppá umsjón og eftirlit með framkvæmdum.
Við bjóðum uppá skipulagt eftirlit og umsjón með framkvæmdum til að tryggja að útboðsgögnum og ýtrustu gæðakröfum sé fylgt til hins ýtrasta.

Heim: Partners

Hafðu samband

Takk for innsendingen din!

Heim: Contact
bottom of page