top of page
img_0572_6173429351_o.jpg

Ástandsskýrsla

Gislar ehf.

Gíslar ehf. gera fyrir þig ástandskýrslu yfir ástand hússins. 

Í skýrslunni kemur fram núverandi ástand hússins, ásamt tillögum að viðgerðum eða endurbótum. Skýrslan er þannig sett fram að allir íbúðareigendur geti kynnt sér hana á einfaldan og skyljanlegan hátt. Ástandsskýrsla er fyrsta skrefið fyrir íbúðareigendur til að mynda sér hlutlausa skoðun á viðhaldsþörf hússins. Skýrslan hentar vel til kynningar á húsfundum, þar sem rætt er um hugsanlega viðgerðarþörf  eða endurbætur á sameign húseignarinnar. Með skýrslunni fylgir kostnaðarmat á nokkrum kostum varðandi viðhald eða endurbætur, einnig fylgir fast bindandi tilboð frá Gíslum ehf. í umsjón og eftirlit með framkvæmdum miðað við mismunandi kosti. Við mætum að sjálfssögðu á húsfundi, kynnum skýrsluna og svörum spurningum varðandi ástand hússins, sé þess óskað. Allt húseigendum að kostnaðarlausu.

Gíslar ehf. telja þessa skýrslu hluta af sínu markaðsstarfi og bjóða hana á mjög lágu verði. Ef húseigendur ákveða að ganga að tilboði frá Gíslum ehf. í gerð útboðsgagna og eftirlit með framkvæmdum, drögum við kostnað við skýrsluna frá fyrsta reikningi samnnings. Því má segja að skýrslan sé ókeypis ef húseigenur ákveða að eiga frekari viðskipti við okkur.

Ef þú eða þitt húsfélag hefur áhuga á ásstandsskýrslu, hafðu þá samband við gislar@gislar.is

Ástandsskýrsla: About Us
bottom of page