top of page

Hönnun

Gislar ehf.

Við sáum um að afla hagstæðra tilboða í hverskyns hönnun bygginga. 
Gíslar ehf. eru ekki hönnununarfyrirtæki, heldur leitum við hagstæðustu tilboða hjá færustu hönnuðum í allt sem þarf fyrir okkar viðskiptavini. Við vitum hvað þarf og skilgreinum í samræmi við kröfur viðskiptavina okkar og byggingaryfirvalda hvaða hönnuða þarf að leita til. Við erum í góðu sambandi við arkitekta og verkfræðinga og kunnum að velja réttu hönnuðina til að ljúka verkinu á sem hagkvæmasta hátt..
Myndin hér fyrir ofan er frá 1997,  við höfum ávallt verið fremstir í kynningu og notum nýjustu tækni á undan öðrum. Við þorum og notum það nýjasta hverju sinni, viðskiptavinum til hagsbóta. Við getum nefnt mörg dæmi, þar sem ný hönnun hefur fengið náð fyrir yfirvöldum vegna góðra kynninga.
Árið 1995-1996 sendum við VHS- spólu með þrívíddarteikningum til byggingarnefndar Reykjavíkur ásamt  hefðbundnum byggingarnefndarteikningum. Þrívíddin, sem þá hafði aldrei fyrr verið notuð til kynningar fyrir byggingaryfirvöldum, var unnin uppúr byggingarnefndarteikningum af ungum tölvu- "gaurum" mest af áhuga.
Þessi kynning varð til þess að yfirvöld féllust  á svalalokun og álklæðningu á lengsta og einu fjölmennasta húsi landsins. Í umræddu húsi náði sparnaður við upphitun að borga kostnað við endurbætur á örfáum árum. Umrætt hús var fyrsta húsið í Reykjavík, þar sem samþykkt var svalalokun. Samhliða framkvæmdum utanhúss voru allar brunavarnir innadyra yfirfarnar og lagfærðar. Allir 200 íbúðareigendur samþykktu framkvæmdirnar, enda var ávinningurinn óumdeilanlegur.
Umsjón með hönnun og samningsgerð er eitt af okkar sérsviðum.

Hönnun: About Us
bottom of page